Logo

Sölu- og þjónusturáðgjafi í innréttingadeild

Enginn umsóknarfrestur
Fullt starf

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfið felst í almennri ráðgjöf og sölu til viðskiptavina IKEA á eldhúsinnréttingum, sem og ráðgjöf og sölu í tengslum við ýmiskonar lausnir innanhúss fyrir eldhúsrými. Unnið er með uppsetningu rýmis og innréttinga út frá þörfum og óskum viðskiptavina.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Gott auga og áhugi fyrir hönnun
  • Góð og rík þjónustulund
  • Samviskusemi og vönduð vinnubrögð
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Almenn tölvuþekking
  • Þekking á Navision/Business Central er kostur
  • Reynsla og/eða þekking á hönnun, teikniforritum eða húsasmíði er kostur
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Fríðindi

  • Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
  • Aðgengi að sumarbústöðum til einkanota
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti
  • Ávexti og hafragrautur í boði
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni
  • Skapandi og skemmtileg störf með mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi
  • Skemmtilegir vinnufélagar
  • Afsláttur af IKEA vörum