Þýðandi
Umsóknarfrestur 10.08.2025
Framtíðarstarf
Gott mál! Við auglýsum eftir þýðanda í fullt starf innan markaðs- og samskiptadeildar fyrirtækisins. Þýtt er úr ensku. Viðkomandi sinnir fjölbreyttum þýðingum og staðfærslu á efni fyrir verslun, vöruupplýsingum, markaðsefni, efni fyrir starfsfólk o.fl., auk prófarkalesturs og textagerðar. Vinnutími er að jafnaði 8-16 virka daga á skrifstofu IKEA.
Menntunar- og hæfniskröfur
- Mjög góð íslenskukunnátta
- Mjög góð enskukunnátta
- Skipulagshæfni
- Vandvirkni
- Frumkvæði
- Nákvæmni
- Góð almenn tölvukunnátta
- Menntun og reynsla sem nýtist í starfi
Umsóknarfrestur er til og með 10. ágúst. Nánari upplýsingar veitir Guðný Camilla Aradóttir, yfirmaður markaðs- og samskiptadeildar, gudny.camilla@IKEA.is