Logo

Sölufulltrúi

Enginn umsóknarfrestur

Hefur þú áhuga á að aðstoða fólk við að gera sér fallegt og þægilegt heimili, hjálpa því að velja sjálfbærari kosti og einfalda líf sitt?

Gakktu til liðs við frábæra söluteymið okkar þar sem þér gefst kostur á að þróast og vaxa í starfi. 
Um framtíðarstörf er um að ræða, bæði í fullu starfi á 2-2-3 vöktum, fullt starf alla virka daga og staka daga og hlutastarf. 
Vinnutími 2-2-3 vaktaplans er frá kl. 11-20. 
Vinnutími 100% starfs alla virka daga og staka helgardaga er frá kl. 10-18. 
 Vinnutími hlutastarfs er aðra hverja helgi frá 11-20 og 1-2 virkir dagar í viku frá 16-20.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Starfið felst í að veita viðskiptavinum verslunarinnar þjónustu og aðstoð, halda útliti verslunarinnar söluhvetjandi og snyrtilegu ásamt því að tryggja það að vörur deildarinnar séu rétt verðmerktar, áfyllingar og ýmis tilfallandi verkefni.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Söluhæfileikar
  • Jákvæðni og dugnaður
  • Sjálfstæð vinnubrögð
  • Samviskusemi og drifkraftur
  • Góð og rík þjónustulund
  • Áhugi á hönnun og húsbúnaði
  • Almenn tölvuþekking
  • Góð íslenskukunnátta er skilyrði

Fríðindi

  • Samgöngustyrkur fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu.
  • Ýmsir viðburðir á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum.
  • Aðgengi að sumarbústað til einkanota.
  • Niðurgreiddur heilsusamlegur matur með vegan valkosti.
  • Ávexti og hafragrautur í boði.
  • Heilsueflingarstyrkur ásamt frírri heilsufarsskoðun og velferðarþjónustu frá utanaðkomandi fagaðila. Hressandi morgunleikfimi tvisvar í viku.
  • Aðgengi að námskeiðum og fræðslu til að styrkja persónulega hæfni.
  • Skapandi og skemmtileg störf með mikla möguleika á að þróast og vaxa í starfi.
  • Skemmtilegir vinnufélagar.
  • Afsláttur af IKEA vörum.

Nánari upplýsingar veitir mannauðssvið (radningar@IKEA.is).
 
Umsækjendur verða að hafa náð 18 ára aldri og tala íslensku. 

Hreint sakavottorð er skilyrði. 

Hlökkum til að heyra frá þér!

Tengiliður

radningar@ikea.is