Bakari
IKEA rekur glæsilegt bakarí á fyrstu hæð verslunar þar sem fram fer vöruþróun og framleiðsla á ýmiskonar brauði og bakkelsi. Við leitum eftir fleiri áhugasömum bökurum í teymið okkar. Bakarar IKEA sjá um bakstur á fjölbreyttu úrvali af brauði og sætabrauði fyrir bakarí IKEA, veitinga- og kaffihús IKEA og aðra starfsemi veitingasviðs. Starfið er fjölbreytt og skemmtilegt fyrir hæfileikaríkan og skapandi bakara. Vinnutími er frá kl. 6/7 til 14/15. Ein helgi föstu í mánuði, yfirvinna í samráði við yfirmann á álagstímum. 100% starfshlutfall.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Ábyrgð á framleiðslu og framsetningu í bakaríi IKEA
- Bakstur á brauði, kökum og öðrum framleiðsluvörum
- Aðstoð við þróun nýrra vara
- Miðla þekkingu til bakaranema
- Frágangur og þrif
Menntunar- og hæfniskröfur
- Sveinspróf í bakaraiðn kostur
- Reynsla af sambærulegu starfi skilyrði
- Þekking á matvælaöryggi og góðum starfsháttum við framleiðslu matvæla
- Góðir samskiptahæfileikar og jákvæðni
- Sjálfstæð vinnubrögð
- Skipulagshæfni og frumkvæði
- Íslensku- og/eða enskukunnátta
Fríðindi
- Niðurgreiddan heilsusamlegan mat með vegan valkosti
- Ávextir og hafragrautur í boði
- Árlegan heilsueflingarstyrk ásamt frírri heilsufarsskoðun
- Afslátt af IKEA vörum
- Samgöngustyrk fyrir þá sem nýta sér vistvænan og heilsusamlegan samgöngumáta til og frá vinnu
- Ýmsa viðburði á vegum fyrirtækisins ásamt virku starfsmannafélagi sem stendur fyrir reglulegum viðburðum
- Aðgengi að sumarbúðum til einkanota
Hjá IKEA er stuðlað að lifandi og léttu starfsumhverfi þar sem jákvæðni og góð samvinna er höfð að leiðarljósi. Í samræmi við jafnréttisstefnu fyrirtækisins hvetjum við bæði kven- og karlmenn til að sækja um. Ef þú telur IKEA vera vinnustað að þínu skapi, finnur þú nánari upplýsingar á vef okkar, www.IKEA.is. Nánari upplýsingar um starfið veitir mannauðssvið IKEA, radningar@ikea.is eða Haukur yfirbakari, haukur.gudmundsson@ikea.is
Tengiliður
radningar@ikea.is